Hafðu samband
Hafðu samband

 

Meginmarkmið skv. lögum félagsins:

Verkefni er varða lög og reglugerðir útgefin af stjórnvöldum:​

 

Aðgerðir og samstarf:​

Efla upplýsingamiðlun á vef Lísu-samtakanna.

Gagnasamskipti og að eignast grunngögn eru lykilatriði í framförum. Mikilvægt er að koma að þætti landupplýsinga í umræðu í stafrænni innleiðingu yfirvalda ​og Stafrænu Íslandi.

Landupplýsingamál sveitarfélaga gegna lykilhlutverki í öflun ýmissa grunngagna.​ Efla skal samstarf við Samband íslenskra sveitarfélaga, svæðasamtök sveitarfélaga og sveitarfélögin sjálf. Halda skal samráðsfundi og námskeið fyrir sveitarfélögin. Koma því inn í umræðuna hjá sveitarfélögum að eignast landupplýsingar​.

Stjórn stefnir að áframhaldandi vinnu um verkefni sem þarf að taka á innan stjórnsýslunnar í samráði / samstarfi, eftir ábendingum félagsmanna. 

Fræðsla & þekking – vera sýnileg. Stuðla að þekkingu og notkun landupplýsinga innan menntakerfisins.

Miðla því nýjasta frá ráðstefnum og samstarfsfundum GiNorden​ og Eurogi og því sem er að gerast erlendis.

Skipuleggja og halda námskeið á vegum samtakanna, bæði fyrir fagfólk og aðra áhugasama. ​

Gera okkur sýnileg og megnug hvar og hvernig sem við komum því  við.​

Leggja áherslu á fjölgun félaga í samtökunum. Fjölgun félaga nær fram samtakamætti  –  greina hagsmuni notenda landupplýsinga.  ​

​Samráðsfundir félaga um afmörkuð málefni ​sem geta nýst til að skilgreina vandamál, fá raundæmi um stöðuna og jafnvel lausnir.

 ​Halda málþing um mikilvæg málefni til að setja saman og koma af stað lausnamiðaðri umræðu upp á yfirborðið, t.d. um nýja tækni eða um Gis-væðingu sveitarfélaga. Stofna umræðuhópa – grúppur á Teams.  

LÍSA

Samtök um landupplýsingar

Árleyni 22

112 Reykjavík

s: 6997918

lisa@landupplysingar.is