Forsíða

Landupplýsingar fyrir alla
LÍSA samtök um landupplýsingar á Íslandi eru frjáls félagasamtök fyrir landupplýsingasamfélagið á Íslandi með það að markmiði að efla samstarf aðila með landupplýsingar og stuðla að aukinni útbreiðslu, notkun og samnýtingu gagna. Samtökin kynna notagildi landupplýsinga í samfélaginu og eru sameiginlegur vettvangur fagaðila sem vinna á þessu sviði hér á landi.

LÍSUFRÉTTIR Maí/júní 2019
Náttúrufræðistofnun Íslands
Vinnustaðaheimsókn 7. júní
LÍSU félögum er boðið í heimsókn hjá NÍ þar sem kynnt verður landupplýsingavinna stofnunarinnar

QGIS námskeið 12. september 
QGIS er mjög öflugur gjaldfrjáls hugbúnaður með ótal spennandi möguleikum. Hugbúnaðurinn getur nýst jafnt einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum.
Að námskeiði loknu ætti nemandi að vera orðin sæmilega sjálfbjarga hvað varðar helstu grunnaðgerðir og þætti  í QGIS og geta unnið einföld verkefni. Endilega látið vita sem fyrst um áhuga 

Haustráðstefna LÍSU samtakanna
verður haldin fimmtudaginn 31. október
Við erum byrjuð að taka á móti tillögum um erindi og pöntun á sýningarrými!

Kynningarefni frá LÍSUfélögum:

Samsýn: Okkur er sönn ánægja að geta formlega tilkynnt og staðfest þátttöku stofnanda Esri, Jack Dangermond, á ArcÍs ráðstefnunni okkar í ár. Ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn 11. september í húsakynnum Hótel Natura. Við hvetjum þig því til að taka daginn frá.