Hafðu samband
Hafðu samband

GIS – dagurinn

Þann 15. nóvember er alþjóðlegi landupplýsingardagurinn. LÍSA, samtök um landupplýsingar var stofnuð 24. mars 1994, í kjölfar tilraunaverkefnis umhverfisráðuneytisins á sviði kortagerðar og stafrænna landupplýsinga. Hlutverk samtakanna er að vera samstarfsvettvangur á sviði landfræðilegra gagnasafna og upplýsingakerfa. Aðilar í samtökunum eru opinberar stofnanir, einkafyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að vilja vinna að framþróun, gæðum og útbreiðslu landupplýsinga á Íslandi.

Hugtakið landupplýsingar vísar til gagna sem tengjast ákveðnum stað. Þessi gögn eru margvísleg s.s landfræðileg hnit, hæð, landþekja, landnotkun, íbúaþéttleiki, náttúrufar og fleira. Landfræðileg gögn eru notuð til að tákna og greina ýmsa þætti í náttúrlegu og manngerðu umhverfi jarðar.

Gott dæmi um mikilvægi landupplýsinga er vöktun og áhættumat fyrir jarðhræringar síðustu vikna á Reykjanesskaga. Veðurstofan, sem safnar sínum eigin gögnum með GPS mælingum og gervitunglamyndum, meðal annars, notast einnig við landupplýsingagögn frá öðrum stofnunum. Sem dæmi má nefna gögn frá Orkustofnun til að ákvarða staðsetningu borhola. Gögn um sjávardýpi frá sjókortum Landhelgisgæslunnar, örnefnagögn frá Landmælingum Íslands og staðsetningu gjáa og misgengis frá ÍSOR. Þetta eru allt landupplýsingar.

Eitt af helstu baráttumálum LÍSU hefur verið að aðgangur að gögnum sem hið opinbera safnar sé opinn öllum, aðgengilegur og gjaldfrjáls. Aðgengi að opnum landupplýsingagögnum ýtir undir nýsköpun bæði hjá hinu opinbera og einkaaðilum, bætir þjónustu og gagnsæi. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um endurnot á opinberum upplýsingum sem við innan samtakanna bindum miklar vonir við.

Annað baráttumál LÍSU er að auka framboð á menntun og færni í faginu. Mikil vöntun er á menntuðu landupplýsingafólki á landinu og fylgir það sömu þróun og í Evrópu og víðast hvar annars staðar. Landupplýsingar eru hryggjarstykkið í öllum aðal- og deiliskipulögum, náttúruauðlindarannsóknum, almannavörnum, samgöngum og svo mætti lengi telja. Án faglega menntaðs landupplýsingafólks væri erfitt að starfrækja nútímaþjóðfélög.

 

Ólafía E. Svansdóttir

framkvæmdastjóri LÍSU, samtaka um landupplýsingar

VIÐBURÐIR

desember 2023
janúar 2024
apríl 2024
maí 2024
No event found!

Orðalistar

Meðlimir LÍSU hafa unnið ötullega að því að þýða fag- og tækniorð landupplýsinga úr íslensku í ensku og öfugt.

skoða

Landupplýsingar

Hvað eru landupplýsingar?

skoða

Viðburðir

LÍSA sér reglulega um að halda námskeið, ráðstefnur og kynningarfundi fyrir félagsfólk

skoða

Opin gögn

Opin gögn skapa jákvæð samfélagsleg, efnahagsleg og pólitísk áhrif, t.d. í formi bættrar þjónustu, gagnsæis, nýsköpunar hjá hinu opinbera og á einkamarkaði og með bættri ákvarðanatöku opinberra aðila.

skoða

Aðild

Að vera meðlimur í LÍSU eflir frjálsan vettvang notenda landupplýsinga og stuðlar að framgangi landupplýsinga á Íslandi í allra þágu

skoða

Félagar í LÍSU

Innan raða LÍSU leynast stofnanir sem vinna með landupplýsingar, sveitarfélög sem og einkafyrirtæki.

skoða

Erlent samstarf

LÍSA er aðili í tveimur alþjóðlegum landupplýsingasamtökum; GI Norden og EUROGI. Umsvifamikil starfsemi er hjá þeim báðum.

skoða

Fréttir

Fréttir af starfi LÍSU og meðlima hennar, þróun og breytingar hjá landupplýsingasamfélaginu á Íslandi og erlendir. 

skoða

Kortavefsjár

Úrval kortavefsjáa frá hinum ýmsu stofnunum og fyrirtækjum.

skoða
Markmið og áherslur

Stefnuskrá

Markmið samtakanna er að efla samstarf aðila með landfræðileg gögn. Samtökin eiga að vera vettvangur fyrir félagsmenn til umræðna og skoðanaskipta, veita upplýsingar til félaga og annarra um starfsemi sína, sinna kynningar og fræðslustarfi og taka þátt í erlendu samstarfi. Samtökin skulu stuðla að notkun íslenskrar tungu í landupplýsingafræðum.

af hverju að taka þátt

LÍSU samtökin eru einu frjálsu félagasamtökin á Íslandi sem hafa það að markmiði að efla samstarf aðila með landupplýsingar og stuðla að aukinni útbreiðslu, notkun og samnýtingu gagna. Mikilvægur þáttur í starfinu er að miðla af reynslu og skýra verkferla fyrir samskipti með gögn. Þetta er brýnt viðfangsefni því ónákvæm gögn og óljósir verkferlar fela í sér meiri tíma í vinnu en annars þyrfti og oft erfitt mat á fyrirliggjandi gögnum.

LÍSA

Samtök um landupplýsingar

Árleyni 22

112 Reykjavík

s: 6997918

lisa@landupplysingar.is

 

We are using cookies to give you the best experience. You can find out more about which cookies we are using or switch them off in privacy settings.
AcceptPrivacy Settings

  • Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.