Hafðu samband
Hafðu samband

Landupplýsingar

Landupplýsingar eru grundvallargögn um landið sem tryggja aðgang að upplýsingum um umhverfi og náttúru. Landupplýsingar eru einnig mikilvægar til þess að styðja stefnumótun og starfsemi stjórnvalda á ýmsum sviðum s.s. við eignaskráningu, skipulagsmál, náttúruvernd, vöktun náttúruvár, orkumál, rannsóknir og opinberar framkvæmdir. Landupplýsingar gagnast einnig almenningi og fyrirtækjum með margvíslegum hætti.

Staðfræðilegar og landfræðilegar grunnupplýsingar um Ísland eru því nauðsynlegar. Þetta eru upplýsingar á borð við grunnkort, landshnitakerfi, hæðarkerfi Íslands, stafrænar landupplýsingar og fleira. Landmælingar Íslands hafa það hlutverk að safna þessum upplýsingum og vinna úr þeim, varðveita þær og miðla þeim til þeirra er þurfa á þeim að halda.

Upplýsingar á vef stjórnarráðsins

 

11

LÍSA

Samtök um landupplýsingar

Árleyni 22

112 Reykjavík

s: 6997918

lisa@landupplysingar.is

 

DanishEnglishIcelandic