Hafðu samband
Hafðu samband

Orðalistar

Orðanefnd LÍSU sér um að þýða orð/hugtök sem tengjast landupplýsingum og smíða ný orð á íslensku. Gefinn hefur verið út orðalisti frá árinu 1997. Hann má finna í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar og á heimasíðu LÍSU. Einnig er vísað til hans á öðrum síðum s.s. http://malid.is/ og http://www.ordabok.is/

Fyrirspurnir til Orðanefndar LÍSU berast frá ýmsum. Töluvert er leitað til nefndarinnar frá Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins um tillögur og álit á þýðingum t.d. vegna INSPIRE tilskipunarinnar og aukins Evrópusamstarfs. Einnig eru talsverð samskipti við Staðlanefnd LÍSU og aðra LÍSU félaga. Orðanefndin hefur einnig leitað til sérfræðinga vegna sérhæfðra hugtaka.

Orðalisti LÍSU er einkum hugsaður fyrir þá sem vinna með landupplýsingar og landupplýsingakerfi. Frá upphafi hefur markmið orðanefndarinnar verið að skrá í listann einungis ensku og íslensku orðin eða orðasamböndin. Undanfarin misseri hefur nefndin einbeitt sér að sértækum LUK íðorðum samhliða því að fækka tölvutækni- og landfræðiorðum sem eru mjög almenns eðlis. Nefndin hefur unnið samhliða að gerð sérstaks orðskýringalista.

Orðalisti LÍSU

ensk-íslensk útgáfa 2015

Orðalisti LÍSU

íslensk-ensk útgáfa 2015

LÍSA

Samtök um landupplýsingar

Árleyni 22

112 Reykjavík

s: 6997918

lisa@landupplysingar.is

 

We are using cookies to give you the best experience. You can find out more about which cookies we are using or switch them off in privacy settings.
AcceptPrivacy Settings

  • Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.