Hafðu samband
Hafðu samband

Sveitarfélög

Sveitarfélög og landupplýsingar

                        

Í LÍSU eru mörg sveitarfélög sem þekkja vel til landupplýsingarmála, þau eru: Akranes, Akureyri, Árborg, Borgarbyggð, Garðabær, Hafnarfjörður, Hornafjörður, Ísafjarðabyggð, Kópavogskaupstaður, Mosfellsbær, Norðurþing, Reykjavíkurborg , 12 alls.

Við höfum haldið samráðsfundi sem einkum sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa sótt, þar læra meðlimir af hver öðrum í verklagi og ræða sameiginleg vandamál á ýmsum sviðum með kaup, vinnslu og varðveislu landupplýsinga.

Vandamál við öflun landfræðilegra gagna hjá sveitarfélögum

Fyrir skipulagsvinnu, lagnavinnu, vegagerð, virkjanir, framkvæmdir á bújörðum þarf í flestum tilvikum nákvæm gögn sem oft eru ekki til nema að hluta og ef til vill af afmörkuðu svæði og stundum er ekkert til. Þá þarf verktaki í samráði við sveitarfélag að leita og meta hvað er til hvar það er og hvert er aðgengið. Þessi vinna tekur oft nokkra daga og kostar sitt

 Afleiðingar

Tíminn sem fer í að leita að gögnum kostar sitt.i Gögn eru misjöfn að gæðum og oft þarf að vinna þau betur. Í fjölmörgum tilfellum er gögn ekki til sem gerir það erfitt að vinna verkið eins og best væri á kosið. Mikil kostnaður fer þá í fyrsta hluta verkefnis og getur það komið niður á gæðum vinnunnar. Það gerir sveitarfélaginu erfitt um vik að sinna sínu hlutverki.

Staða sveitarfélaga

Misjöfn staða fer eftir því hvernig vinnu og umsjón með landupplýsingum er háttað og því bolmagni sem notað er til að sinna þeirri vinnu. Það fer eftir umfangi framkvæmda hverju sinni, stærð lands og mörgum öðrum þáttum.

Sveitarfélög hafa kosið að fara nokkrar mismunandi leiðir í að vinna með landupplýsingar

Sum sveitarfélög halda utan um sín gögn sem hefur verið aflað og afhenda þau, önnur hafa þessi mál að hluta til á eigin vegum og að hluta til hjá öðrum. Enn önnur sveitarfélög kaupa alfarið þjónustu til að sjá um gögnin.

Hvað er hægt að gera?

Í fyrsta lagi er hægt að óska eftir betra aðgengi að betri gögnum og því þarf ríkisvaldið að koma að málum af meiri krafti en nú er gert. Það þurfa að verða til heildstæðir gagnagrunnar með nauðsynlegri nákvæmni fyrir helstu verkefni. LÍSU samtökin og aðilar eru að reyna fá stjórnvöld til að taka á þessum vanda. Það er þjóðþrifamál. Í öðru lagi er hægt að fara í formlegt samstarf um gagnaöflun og hægt væri að skoða leiðir sem hafa sýnt að með auknu samstarfi er hægt að spara mikla fjármuni. Í þriðja lagi er hægt að ræða um leiðir eftir aðstæðum, samlegðaráhrif þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga gæti komið að í einhverjum tilvikum

 

 

LÍSA

Samtök um landupplýsingar

Árleyni 22

112 Reykjavík

s: 6997918

lisa@landupplysingar.is

 

We are using cookies to give you the best experience. You can find out more about which cookies we are using or switch them off in privacy settings.
AcceptPrivacy Settings

  • Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.