Landupplýsingar eru kjarninn í þróun stafræns samfélags
Aukin sjálfvirkni er hluti af daglegu lífi okkar og nákvæm landfræðileg gögn eru nauðsynleg fyrir meiri sjálfvirkni. Landupplýsingar verða til alls staðar í samfélaginu og þess vegna þarf heildstæða sýn og aðkomu margra ábyrgðaaðila að málaflokknum.
LÍSU samtökin eru einu frjálsu félagasamtökin á Íslandi sem hafa það að markmiði að markmiði að efla samstarf aðila með landupplýsingar og stuðla að aukinni útbreiðslu, notkun og samnýtingu gagna. Mikilvægur þáttur í starfinu er að miðla af reynslu og skýra verkferla fyrir samskipti með gögn. Þetta er brýnt viðfangsefni því ónákvæm gögn og óljósir verkferlar fela í sér meiri tíma í vinnu en annars þyrfti og oft erfitt mat á fyrirliggjandi gögnum. Athuganir erlendis sýna t.d. að með góðum og nákvæmum grunngögnum er hægt að lækka byggingakostnað verulega.
Hvers vegna að taka þátt í starfi LÍSU?
Fyrst og fremst til að efla frjálsan vettvang notenda landupplýsinga og stuðla að framgangi landupplýsinga á Íslandi í allra þágu.
Ávinningur af aðild
Hverjir eru í LÍSU?
Nú eru í samtökunum margir af helstu hagsmunaðilum, stofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki sem eru leiðandi í framleiðslu, notkun og miðlun landupplýsinga. Félagsmenn LÍSU, fulltrúar 56 stofnana, skóla, fyrirtækja og sveitarfélaga, gegna mikilvægu hlutverki í þróunarstarfi samtakanna, þeir hittast á fundum, taka þátt í nefndarstarfi og greina vandamál og leita sameiginlegra lausna. Fulltrúarnir gefa góða mynd af hinu íslenska umhverfi á sviði landupplýsinga.
LÍSA
Samtök um landupplýsingar
Árleyni 22
112 Reykjavík
s: 6997918
lisa@landupplysingar.is