Hafðu samband
Hafðu samband

Vertu með!

Ísland í dag
Landupplýsingar eru kjarninn í þróun stafræns samfélags
Aukin sjálfvirkni er hluti af daglegu lífi okkar og nákvæm landfræðileg gögn eru nauðsynleg fyrir meiri sjálfvirkni. Landupplýsingar verða til alls staðar í samfélaginu og þess vegna þarf heildstæða sýn og aðkomu margra ábyrgðaaðila að málaflokknum.

LÍSU samtökin eru einu frjálsu félagasamtökin á Íslandi sem hafa það að markmiði að markmiði að efla samstarf aðila með landupplýsingar og stuðla að aukinni útbreiðslu, notkun og samnýtingu gagna. Mikilvægur þáttur í starfinu er að miðla af reynslu og skýra verkferla fyrir samskipti með gögn. Þetta er brýnt viðfangsefni því ónákvæm gögn og óljósir verkferlar fela í sér meiri tíma í vinnu en annars þyrfti og oft erfitt mat á fyrirliggjandi gögnum. Athuganir erlendis sýna t.d. að með góðum og nákvæmum grunngögnum er hægt að lækka byggingakostnað verulega.

Hvers vegna að taka þátt í starfi LÍSU?

Fyrst og fremst til að efla frjálsan vettvang notenda landupplýsinga og stuðla að framgangi landupplýsinga á Íslandi í allra þágu.

Ávinningur af aðild

 • Félagsmenn taka þátt innbyrðis virku tengslaneti þar sem sambærileg viðfangsefni og vandamál eru rædd
 • LÍSU samtökin og félagsmenn fá til umsagnar gögn og frumvörp stjórnvalda sem varða hagsmuni notenda. Samtökin kynna og fjalla um aðgerðir stjórnvalda með félagsmönnum og fylgja eftir ábendingum sem frá þeim koma
 • Félagsmenn taka þátt í samráðsfundum þar sem rædd eru verkefni og vandamál sem félagsmenn glíma við og stuðla þannig að þróun á verklagsreglum og öruggari samskiptum með gögn
 • Félagsmenn fá afslátt á ráðstefnur og fundi
 • Félagsmenn koma með ábendingar um áherslur og viðfangsefni fyrir námskeið og ráðstefnur samtakanna
 • Félagsmenn kynna starfsemi sína, vörur og þjónustur, á viðburðum samtakanna
 • Félagsmenn fá fréttabréf og aðrar upplýsingar um þróun innan málaflokksins innanlands og erlendis
 • Félagsmenn efla frjálsan vettvang notenda landupplýsinga með aðild og stuðla að framgangi landupplýsinga á Íslandi í allra þágu

Hverjir eru í LÍSU?

Nú eru í samtökunum margir af helstu hagsmunaðilum, stofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki sem eru leiðandi í framleiðslu, notkun og miðlun landupplýsinga. Félagsmenn LÍSU, fulltrúar 56 stofnana, skóla, fyrirtækja og sveitarfélaga, gegna mikilvægu hlutverki í þróunarstarfi samtakanna, þeir hittast á  fundum, taka þátt í nefndarstarfi og greina vandamál og leita sameiginlegra lausna. Fulltrúarnir gefa góða mynd af hinu íslenska umhverfi á sviði landupplýsinga.

Umsókn um aðild

Senda þarf eftirtaldar upplýsingar á skrifstofu samtakanna:

Nafn: Stofnun/fyrirtæki/sveitarfélag

Heimilisfang

Tölvupóstfang

Kennitala

Nöfn aðila
Aðalfulltrúi:
Nafn, deild/starsfheiti og netfang

Viðbótarfulltrúar:

Nafn, deild/starsfheiti og netfang

Almennir félagsmenn: aukaaðild einstaklinga:

Nafn, deild/starsfheiti og netfang

Netfang: lisa@landupplysingar.is

Vinnureglur stjórnar LÍSU um aðildarform og aðildargjald

Lagt fyrir aðalfund 2023 til afgreiðslu

Flokkur A        Fulltrúar. Stofnanir, fyrirtæki, sveitarfélög og félagasamtök. Afsláttur á ráðstefnur, fundi og námskeið fyrir þrjá starfsmenn. Sérkjör fyrir kynningu á starfsemi fyrirtækis, stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka. Rétt til þess að eiga fleiri en einn fulltrúa og/eða almenna félaga í samtökunum. Ávallt skal fyrst skipa einn aðalfulltrúa og síðan viðbótarfulltrúa.

 

Flokkur V        Viðbótarfulltrúar.  Viðbótaraðild stofnana, fyrirtækja, sveitarfélaga og félagasamtaka. Afsláttur á ráðstefnur, fundi og námskeið fyrir þrjá starfsmenn.

 

Flokkur E        Almennir félagar, almenn aðild. Einstaklingar og einyrkjar. Afsláttur á ráðstefnur, fundi og námskeið fyrir félaga.

 

Fulltrúar (A): Stofnanir, fyrirtæki og sveitarfélög og félagasamtök. 153.300

Viðbótarfulltrúar (V):  Stofnanir, fyrirtæki, sveitarfélög og félagasamtök. 76.650 

Almennir félagar (E):  Einstaklingar og einyrkjar. 15.225

 

Hægt er að sækja um:

 1. 50 % afslátt til stofnana, fyrirtækja og sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins.*

*Miðað er við svæði vestan og norðan Haffjarðarár og Holtavörðuheiðar, svo og austan Markarfljóts, að meðtöldum Vestmannaeyjum.

 1. 50 % kynningarafslátt á aðild fyrsta árið.
 2. 50 % afslátt til almennra félaga (E), eins og t.d. eftirlaunþega, námsmanna, atvinnulausra eða öryrkja.
 3. Vinnuframlag almennra félaga (E) í nefndum eða öðru starfi samtakanna getur komið í staðinn fyrir aðildargjald.
 4. 50% afslátt til fyrirtækja með fjóra eða færri starfsmenn og félagasamtök.

 

Stjórn tekur umsóknir til afgreiðslu innan mánaðar.

 

Úr félagslögum

 1. grein

Aðild að samtökunum er með tvennu móti.  Annars vegar full aðild stofnana, fyrirtækja, sveitarfélaga og félagasamtaka, en hana hafa svo nefndir fulltrúar. Hins vegar almenn aðild sem einstaklingar hafa, nefnast þeir almennir félagar. Sami aðili með fulla aðild, getur átt marga fulltrúa og/eða almenna félaga í samtökunum. Ef um fleiri en einn fulltrúa er að ræða, er einn þeirra nefndur aðalfulltrúi en hinir viðbótarfulltrúar.  Fulltrúar og almennir félagar hafa full réttindi í samtökunum, þ.m.t. atkvæðisrétt á fundum og kjörgengi.  Fulltrúi má tilnefna varamann, sem kemur fram fyrir hönd fulltrúans í fjarveru hans og hefur sömu réttindi og skyldur. 

LÍSA

Samtök um landupplýsingar

Árleyni 22

112 Reykjavík

s: 6997918

lisa@landupplysingar.is