
Byrjendanámskeið í notkun QGIS landupplýsingahugbúnaðar
Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja öðlast grunnþekkingu á hvernig unnið er með landupplýsingar í QGIS.
Á námskeiðinu er farið yfir helstu grunnaðgerðir og hugtök, auk þess sem þátttakendur fá góða innsýn í hvernig hægt er að nota landupplýsingar og landupplýsingakerfi til þess að leysa ýmis konar verkefni. Farið er í gegnum æfingar í því skyni.
Fjallað er um:
-
Hnitakerfi og varpanir.
-
Mismunandi gerðir landupplýsinga.
-
Hvernig gögn eru lesin inn og dregin út.
-
Teiknun og skráningu landupplýsinga.
-
Hönnun og aðlögun útlits og framsetningu gagna.
-
Útprentun.
Námskeiðið er heill dagur, kl. 9-16. Verð er kr. 40.000.
Skráðir þátttakendur fá nánari upplýsingar u.þ.b. viku fyrir námskeiðsdaginn.
Leiðbeinandi: Árni Geirsson, ráðgjafi hjá Alta.
Frekari upplýsingar á namskeid@alta.is