GAGNAVIST 2024/Gagnaþon
Hagstofa Íslands í samstarfi við háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar efnir til ráðstefnu um þróun íslenska gagnavistkerfisins.
Dagur: 27.nóvember 2024
Staður: Gróska, Bjargargata 1, 102 Reykjavik
Viðfangsefni: Kynning á Gagnastefnu Íslands X Þróun íslenska gagnavistkerfisins
Skráning: Ókeypis – hér
Gríðarleg tækifæri til verðmætasköpunar liggja í bættu aðgengi að gögnum og nýtingu þeirra.
Í því samhengi hafa verið gerðar breytingar á lögum sem kveða á um opið aðgengi að virðisaukandi gögnum íslenska ríkisins auk þess sem unnið er að íslenskri gagnastefnu sem hefur það að markmiði að skapa sameiginlega sýn sem styður við gagnadrifna verðmætasköpun á Íslandi.
Meginþema GAGNVIST er að leiða saman haghafa innan íslenska gagnavistkerfisins, sérstaklega þá sem safna og miðla virðisaukandi gögnum og notendur þessara gagna, bæði opinbera aðila og fyrirtæki.