
Transform AEC Projects with GIS and BIM
MOOC námskeið sem Esri stendur fyrir. Þar verður farið yfir og sýnt hvað er mögulegt þegar þú samþættir CAD-gögn og BIM-líkön með GIS tækninni.
Námskeið verður haldið frá 3. til 31. maí. Námskeið er án endurgjalds þar sem Esri útvegar öll gögn og hugbúnað á meðan náminu stendur.
Rétt ber að geta þess að um er að ræða vefnámskeið. Þetta er tilvalin leið til að bæta þekkingu sína í ArcGIS án mikillar fyrirhafnar.