Hafðu samband
Hafðu samband

Vinnustaðaheimsókn til Landhelgisgæslunnar

Vinnustaðaheimsókn til Landhelgisgæslunnar

Sjómælinga- og siglingaöryggisdeild er deild innan Landhelgisgæslu Íslands (LHG).

Sjómælingar og sjókortagerð er undirstaða siglinga við Ísland og lykilatriði þegar kemur að öryggi sjófarenda.

LHG ber ábyrgð á útgáfu íslenskra sjókorta samkvæmt skuldbindingum íslenska ríkisins skv. alþjóðasamningnum um öryggi mannslífa á hafinu. Þá sér LHG um milliríkjasamstarf fyrir Íslands hönd á sviði sjómælinga og sjókortagerðar. Í lögum og reglugerðum er kveðið skýrt á um hlutverk LHG á sviði sjómælinga og sjókortagerðar, en þau eru:

  1. Að sjá um sjómælingar (dýptarmælingar) meðfram strönd Íslands, utan hafna og innan íslenskrar efnahagslögsögu eftir því sem nauðsynlegt er talið á hverjum tíma.
  2. Annast gerð og útgáfu prentaðra og rafrænna sjókorta yfir hafsvæðið umhverfis Ísland, þ.e. aðsiglingakorta, strandsiglingakorta og yfirsiglingakorta. Jafnframt að uppfæra og endurnýja kortin eftir því sem þörf krefur.
  3. Gefa út tilkynningar til sjófarenda og önnur upplýsingarit og sjóferðagögn, s.s. sjávarfallatöflur, leiðsögubók (-bækur) fyrir sjómenn við Ísland, upplýsingarit um tákn og skammstafanir í sjókortum og kortaskrá.
  4. Safna gögnum sem tengjast sjómælingum og sjókortagerð og varðveita þau.
  5. Vera dómsmálaráðuneyti til ráðuneytis á fagsviðum sem stofnunin starfar á samkvæmt reglugerð þessari varðandi stefnumótun á sviði sjómælinga og opinberrar sjókortagerðar.

Date

24 sep 2024

Time

15:00 - 17:00

Local Time

  • Timezone: America/New_York
  • Date: 24 sep 2024
  • Time: 11:00 - 13:00

More Info

Skráning
Skráning

LÍSA

Samtök um landupplýsingar

Árleyni 22

112 Reykjavík

s: 6997918

lisa@landupplysingar.is

 

We are using cookies to give you the best experience. You can find out more about which cookies we are using or switch them off in privacy settings.
AcceptPrivacy Settings

  • Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.