Hafðu samband
Hafðu samband

HAUSTRÁÐSTEFNA 2022

Dagskrá

08:30 Skráning og móttaka

09:00 Opnun. Stjórnarformaður LÍSU Þórdís Sigurgestsdóttir

KORTAVEFSJÁR

9:10 Útlínur jökla…og fleiri gögn tengd loftslagsbreytingum. Veðurstofa Íslands vinnur að kortlaggningu margra þátta náttúrunnar sem háðir eru loftslagsbreytingum. Í þessu erindi verður fyrst og fremst fjallað um stórt gagnasafn um ástand jökla sem Veðurstofan heldur utan um. Síðustu ár hefur verið unnið að því með hjálp fjölda samstarfsaðila að koma nær öllum mælingum á jöklum landsins í einn gagnagrunn. Einnig var útbúin sérstök vefsjá sem nefnist Jöklavefsjá sem er aðgengilega á https://islenskirjoklar.is Í erindinu verður einnig vikið stuttlega að öðru verkefni á Veðurstofunni sem snýr að kortlaggningu á óstöðugum hlíðum á Íslandi. Ragnar Heiðar Þrastarson – Fagstjóri Landupplýsingakerfa Veðurstofu Íslands

9:30 Kortlagning hafsbotnsins umhverfis Ísland. Kortlagning hafsbotnsins (2017) er átaksverkefni Hafrannsóknarstofnunar til ársins 2029 og felur í sér kortlagningu hafsbotnsins innan allrar íslensku efnahagslögsögunnar. Markmið verkefnisins er að afla þekkingar um hafsbotninn sem mun nýtast í margháttuðum tilgangi og er forsenda fyrir vísindalegri nálgun við nýtingu, vernd og rannsóknir auðlinda í hafinu. Davíð Þór Óðinsson, Hafrannsóknastofnun

09:50 Landupplýsingar í nýju umhverfi. Landupplýsingar hjá landgræðslunni, uppbygging vef lausna og viðmóta. Atli Guðjónssson – Landgræðslan

10:10 Landupplýsingagátt og þemasjár LMÍ Sagt frá landupplýsingagátt sem inniheldur gögn frá öllum stofnunum landsins og þemasjár stofnunarinnar kynntar t.d. hafsjá, landbúnaðarsjá. Einnig kynnt hvernig MapView hugbúnaðurinn sem er á bak við allar sjárnar geta nýst öllum sem vilja. Ásta Kristín Óladóttir – Landmælingar Íslands

10:20 Framkvæmdakortasjá RARIK. Hingað til hafa verið kynnt framkvæmdaáætlanir með listum á vefsíðu RARIK en hugmynd hefur verið að geta deilt framkvæmdaáætlanir í kortinu. ArcGIS opnaði á þann möguleika og er nýja kortasjá komin í notkun sem sýna hönnunargögn og raungögn samhlíða framvindu verkefna. Anja Þórdís Karlsdóttir – RARIK

10:30 11:00             KAFFI

ORKUSKIPTI

11:00 Orkuskipti og dreifikerfi RARIK. Orkuskipti í samgöngum á landi, sjó og hafi eru framundan eða þegar hafin, og eru einhver mikilvægasta aðgerð Íslands til að sporna við hamfarahlýnun. Í stað olíu mun koma rafmagn með beinum eða óbeinum hætti, a.m.k. að verulegu leyti. Óhjákvæmilega mun aukin raforkuþörf vegna orkuskiptanna hafa mikil og ört vaxandi áhrif á dreifikerfi RARIK. Mikilvægt er að kortleggja þessi áhrif og gera viðeigandi ráðstafanir í tæka tíð til að tryggja að orkuskiptin geti gengið snurðulaust fyrir sig. Landupplýsingakerfi er gagnlegt tól við þá vinnu. Kjartan Rolf Árnason – RARIK

11:20 Orkuskipti og Orkustofnun. Efni erindisins er umfjöllun um þá gagnasöfnun og gagnamiðlun sem fer fram á Orkustofnun tengdum orkuskiptum. Sigurður Elías Hjaltason – Orkustofnun

11:40 Orkuskipti og landupplýsingar. Gunnlaugur M. Einarsson – ÍSOR

 

12:00 – 13:00                  HÁDEGISVERÐUR

 

GIS OG NÆRUMHVERFIÐ

13:00  Samgöngulíkan á höfuðborgarsvæðinu – SLH. Nýtt samgöngulíkan fyrir höfuðborgarsvæðið. Verkfæri til ákvörðunartöku. Sigríður Lilja Skúladóttir -Vegagerðin

13:20  Hvernig getur Selfoss orðið að 20 mínútna bæ? Kortlagning svæða eftir aðgengi að þjónustu í GIS. Anne Steinbrenner – LBHÍ

13:40  Nýtt leiðanet og landfræðilegar upplýsingar. Almenn kynning á Nýju leiðaneti sem er heildstætt framtíðarskipulag almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og hvernig landfræðilegar upplýsingar eru nýttar við hönnun á Nýju leiðaneti og í daglegu starfi Strætó. Sólrún Svava Skúladóttir – Strætó BS

14:00 WALKMORE – greining á gönguvæni umhverfis. Markmið rannsóknaverkefnisins WALKMORE (Making people walk more in small Norwegian cities) er að finna út hvernig bætt skipulag geti stuðlað að því að fólk fari meira gangandi í samgönguskyni.  Í verkefninu er m.a. notast við PPGIS til að kortleggja upplifanir gangandi vegfarenda á umverfi sínu í þremur “litlum” borgum í Noregi. Harpa Stefánsdóttir – LBHÍ

14:30 – 15:00                  KAFFI

 

ÖRERINDI

15:00 Framundan hjá fasteignahluta HMS. Umfangsmikil verkefni er varða land- og fasteignir og eru í vinnslu hjá HMS. Stiklað á stóru – nýtt skráningakerfi landeigna byggir á kortavinnslu, kröfur til mælinga á eignamörkun lands,  áætlaðar afmarkanir jarða til fasteignamats. Katrín Hólm Hauksdóttir. HMS

15:10 Landupplýsingar í verkundirbúning RARIK. Guðmundur Hólm Guðmundsson

15:20 DATACT, einföld gagnagátt til að halda utan um flókin og stór gögn. DATACT er hugbúnaður þróaður af Svarma sem ætlað er að einfalda samstarf og notkun flókinna fjarkönnunargagna innan fyrirtækja. Í DATACT er hægt að halda utan um og skoða gögn allt frá stökum ljósmyndum upp í risastór háupplausna landlíkön á hvaða tölvu sem er. Notendur geta óskað eftir dronagögnum sem og gervitunglagögnum, eða byggt sín eigin landlíkön út frá ljósmyndum frá dróna. Tekið verður dæmi um hvernig norska vegagerðin notar hugbúnaðinn í sinni starfsemi. Tryggvi Stefánsson – Svarmi

15:30 Nákvæm staðsetning fyrir alla. Sagt frá verkefni við nákvæma staðarákvörðun landbúnaðartækja með ódýrum tækjabúnaði og hvernig hægt að að fá mikla nákvæmni í gögnum (myndir og punktský) frá drónum. Guðmundur ValssonLandmælingar Íslands

15:40 Vefkortasafnið. Kortasjá til að veita samræmdar upplýsingar um kort í íslenskum söfnum. Þorvaldur Bragason

 

LÍSA

Samtök um landupplýsingar

Árleyni 22

112 Reykjavík

s: 6997918

lisa@landupplysingar.is

 

We are using cookies to give you the best experience. You can find out more about which cookies we are using or switch them off in privacy settings.
AcceptPrivacy Settings

  • Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.