Hafðu samband
Hafðu samband

Afmælisþing LÍSU

LISA > Starfið > Fréttir > Uncategorized > Afmælisþing LÍSU

LÍSA varð þrítug í mars síðastliðnum og því héldum við hálfsdags-ráðstefnu föstudaginn 5. apríl. Vel var mætt og áttum við góðar stundir saman.

Þórdís stjórnarformaður opnaði ráðstefnuna með að þakka þeim brautryðjendum sem mestan þátt áttu í að stofna LÍSU á sínum tíma og opna þannig fyrir þeirri vegferð sem landupplýsingar eru á núna á Íslandi. Þau Geir Þórólfsson, Heiðar Hallgrímsson, Þorvaldur Bragason, Magnús Gíslason og Þorbjörg Kjartansdóttir voru heiðruð með uppklappi.

Þórdís Sigurgestsdóttir býður gesti velkomna.

Þorvaldur Bragason hélt erindi um hlutverk LÍSU í fortíð og nútíð og Páll Hilmasson hjá Gagnaþjónustu Reykjavíkur hélt erindi um m.a. forritaskil fyrir staðföng í Reykjavík. Svo komu Valdimar Ásbjörn, Emil Snorri og Hendrik frá Veitum og gáfu innsýn inn í hvernig landupplýsingar eru nýttar á mismunandi sviðum hjá Veitum s.s. hvernig landupplýsingakerfin hýsa mikilvæg grunngögn sem eru samþætt við önnur kerfi innanhúss sem utan, ásamt því að sýna hvernig landupplýsingagögn eru nýtt í hermannir og aðrar lausnir. Eftir hlé voru pallborðsumræður með Tryggva Má frá fasteigasviði HMS, Bergþóru Þorkelsdóttur forstjóra Vegagerðarinna og Ágústi Sigurðssyni forstjóra Lands og skógar. Þar sköpuðust líflegar umræður um mikilvægi þess að stjórnvöld geri sér grein fyrir mikilvægi landupplýsinga og hlutverk LÍSU í því.

Ásbjörn Ólafsson stjórnamaður í LÍSU stýrði pallborðsumræðunum.

Að ráðstefnu lokinni gæddu gestir sér á freyðivíni og afmæliskökum.

Related Posts

LÍSA

Samtök um landupplýsingar

Árleyni 22

112 Reykjavík

s: 6997918

lisa@landupplysingar.is

 

We are using cookies to give you the best experience. You can find out more about which cookies we are using or switch them off in privacy settings.
AcceptPrivacy Settings

  • Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.