Markmið samtakanna er að efla samstarf aðila með landfræðileg gögn. Samtökin eiga að vera vettvangur fyrir félagsmenn til umræðna og skoðanaskipta, veita upplýsingar til félaga og annarra um starfsemi sína, sinna kynningar og fræðslustarfi og taka þátt í erlendu samstarfi. Samtökin skulu stuðla að notkun íslenskrar tungu í landupplýsingafræðum.
LÍSU samtökin eru einu frjálsu félagasamtökin á Íslandi sem hafa það að markmiði að efla samstarf aðila með landupplýsingar og stuðla að aukinni útbreiðslu, notkun og samnýtingu gagna. Mikilvægur þáttur í starfinu er að miðla af reynslu og skýra verkferla fyrir samskipti með gögn. Þetta er brýnt viðfangsefni því ónákvæm gögn og óljósir verkferlar fela í sér meiri tíma í vinnu en annars þyrfti og oft erfitt mat á fyrirliggjandi gögnum.