Öll landupplýsinga- og gagnagrunnskerfi fyrir gatnalýsingu voru rekin af dreifiveitum þangað til þær sögðu flestar upp samningum um rekstur þeirra og afhentu kerfin til eigenda.
Gera má ráð fyrir að á landinu öllu séu um 100 þúsund staurar og um 5 þúsund km af strengjum. Áætla má að verðmæti þessa innviðakerfis sé um 30-35 milljarðar. Afhending hefur staðið yfir allt frá árinu 2014 og eigendur eru fyrst nú að fóta sig í viðtöku á kerfunum og reyna að búa til umgjörð um rekstur þeirra. Mörgum kerfum hefur ekki verið viðhaldið í mörg ár vegna þess að enginn vill kannast við „króann“.
Hvað er til ráða og hvernig nýtist samtakamátturinn til að ná utan um þessi verðmæti?
Fyrirlesari: Guðjón L. Sigurðsson, Liska
LÍSA
Samtök um landupplýsingar
Árleyni 22
112 Reykjavík
s: 6997918
lisa@landupplysingar.is