Hafðu samband
Hafðu samband

Samþætting hagtalna og landupplýsinga: dæmi um virðisaukandi gögn.

Arndís Vilhjálmsdóttir, rannsóknastjóri Hagstofa Íslands.

Forsenda gagnadrifinnar ákvarðanatöku og þekkingar- og nýsköpunar er að til staðar séu gagnainnviðir sem geri aðgengi að gögnum mögulegt og styðji við að nýting þeirra skili árangri. Samfara margfaldri aukningu á gagnamagni í kjölfar stafvæðingar hefur ákall eftir aðgengi að gögnum aukist gríðarlega.  Með endurskoðuðum lögum á endurnot opinberra upplýsinga, nr. 45/2018 er ætlunin að auka virði gagna gagna sem safnað hefur verið af opinberum aðilum með því að gera þau aðgengileg almenningi án endurgjalds og til frjálsrar hagnýtingar. Hagstofa Íslands hefur lengi þjónað því almannahlutverki að safna og miðla alþjóðlega samanburðarhæfum gögnum af miklum gæðum í frjálsu aðgengi, en með tilkomu endurskoðaðra laga um endurnot opinberra upplýsinga er aukin áhersla lögð á að þessi gögn séu samþættanleg með öðrum gögnum, og þá sérstaklega landupplýsingum. Til þess að slík virðisaukandi samþætting sé möguleg þarf þó að huga að eðli samþættingarinnar og þeim forsendum sem þurfa að vera til staðar til þess að hún sé möguleg. Einnig þarf að huga að því á hvaða hátt samþættum gögnum af þessum tegundum er miðlað. Þess vegna hefur Hagstofa sótt um styrk til Evrópusambandsins til þess að framkvæma frumathugun þar sem samþætting hagtalna við landupplýsingar er markmiðið. Áætluð lokaafurð verkefnisins er landfélagssjá (e. Geosocietal View) þar sem hagtölur eru lagðar yfir landupplýsingar á notendavænan hátt. Í þessum fyrirlestri verður verkefnið kynnt og einnig uppbyggingu staðsetningaskrár í eigin gagnagrunnum sem Hagstofa mun ráðast í tengslum við verkefnið. Þá verður stuttlega kynntar þær breytingar á skipulagi Hagstofu sem stutt gætu við aukið hlutverk hennar í íslensku gagnahagkerfi. 

LÍSA

Samtök um landupplýsingar

Árleyni 22

112 Reykjavík

s: 6997918

lisa@landupplysingar.is

 

We are using cookies to give you the best experience. You can find out more about which cookies we are using or switch them off in privacy settings.
AcceptPrivacy Settings

  • Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.