Hafðu samband
Hafðu samband

Haustráðstefna LÍSU 2025

Hótel Kríunesi, við Elliðavatn

13. nóvember

Frá kl. 9:00 – 15:30

Verð fyrir meðlimi LÍSU: 30.000

Verð fyrir aðra: 43.000

Verð fyrir nema: 10.000

Veitingar innifalnar

Skráning

DAGSKRÁ

9:00 Húsið opnar

9:30 – 9:40 Opnunarávarp

9:40 – 10:00 Kortagluggi. Ásta Kristín Óladóttir – Náttúrufræðistofnun.

Landupplýsingagátt grunngerðarlaganna hefur fengið verulega endurnýjun með það að markmiði að gera hana aðgengilegri og nýtanlegri fyrir fleiri. Áhugi almennings og fagfólks á notkun kortagagna í ákvarðanatöku hefur aukist, hvort sem það er til að skipuleggja ferðalög eða styðja stefnumótun stjórnvalda. Lögð hefur verið áhersla á að birta nöfn gagna á mannamáli og flokka þau í samræmi við íslenskt gagnalandslag og þjóðfélagsumræðu, auk þess sem bætt hefur verið við nýjum möguleikum sem auka notagildi gáttarinnar.

10:00 – 10:20 Framkvæmdakortasjá og gjaldskráarkortasjá – Anja Þórdís Karlsdóttir – Rarik

Kynning á framkvæmdakortasjá og nýjum gjaldskráarvef RARIK sem þróaður hefur verið til að einfalda og bæta upplýsingagjöf til viðskiptavina. Sýnt verður hvernig lausnirnar auka gagnsæi, aðgengi og skilvirkni í þjónustu fyrirtækisins.
 

10:20 – 10:40 Landfræðileg sýn á framkvæmdir Veitna. Emil Snorri Árnason – Veitur

Með það að markmiði að bæta upplýsingagjöf til viðskiptavina eru Veitur nú að vinna að framkvæmdakorti. Í því felst m.a. samþætting milli kerfa, innleiðing nýs vinnulags og birting upplýsinganna til viðeigandi aðila.

10:40 – 11:00 Kaffihlé

11:00 – 11:20 Landupplýsingar og Borgarlínan. Hallbjörn Reynir Hallbjörsson – Betri samgöngur

11:20 – 11:40 Framkvæmdasjóður ferðamannastaða og landupplýsingar Ferðamálastofu. Halldór Arinbjarnarson – Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.

Í erindinu verður farið yfir tilgang og starfsemi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Sagt frá þeim framkvæmdum sem eru á döfinni í kjölfar nýjustu úthlutunar sjóðsins og sýnd dæmi um verkefni sem byggst hafa upp fyrir tilstuðlan hans. Einnig hvernig nálgast má og nýta sér upplýsingar um úthlutanir sjóðsins frá upphafi, sem og aðrar landupplýsingar sem Ferðamálastofa býr yfir.

11:40 – 12:00 Vegagerðin, Landupplýsingar og Framkvæmdakortasjá.  Eiður Daði Bjarkason – Vegagerðinni

Kynning á landupplýsingamálum hjá Vegagerðinni, framkvæmdar upplýsingum á Vegagerdin.is og framkvæmdarkortasjá

12:00 – 12:40 Hádegismatur

12:40 – 14:00 Landupplýsingaspjall 

14:00 – 14:20 Ísland upp og niður. Karl Arnar Arnarsson – Loftmyndir.

Nýlega var opnuð þrívíddar útgáfa af map.is og á næstu misserum munu koma inn á kortið gögn sem koma til með að opna nýjar landfræðilegum víddir. Í erindinu verður farið yfir þetta ásamt almennri stöðu grunnkortagerðar hjá Loftmyndum

14:20 – 14:40 Kaffihlé

14:40 – 15:00 Stafrænar lausnir GeoForm. Valdimar Kjartansson – Geoform.

Kynningin gefur innsýn í ýmsar stafrænar landupplýsingalausnir sem GeoForm hefur þróað fyrir Reykjavíkurborg ofl. viðskiptavini til að stuðla að góðri yfirsýn, skilvirkni og tímasparnaði. T.d. verður gefin innsýn í verkefni tengd, gatnalýsingu, bilana- og tjónaskráningu, innfærslu, innmælingum, flygildaþjónustu, rauntímagögnum ofl.

15:00 – 15:20 Copernicus – staða og tækifæri. Marco Pizzolato – Náttúrufræðistofnun.

Náttúrufræðistofnun Íslands gegnir hlutverki landstengiliðs Íslands við Copernicus-áætlun Evrópusambandsins. Ýmis tækifæri hafa þegar verið nýtt í tengslum við áætlunina, en enn eru mörg ónotuð. Marco fjallar um stöðu mála, helstu verkefni á Íslandi og nýleg dæmi um hvernig Copernicus-gögn nýtast í rannsóknum og stefnumótun.

15:20 Ráðstefnu lokið

 

LÍSA

Samtök um landupplýsingar

Árleyni 22

112 Reykjavík

s: 6997918

lisa@landupplysingar.is

 

GDPR

  • Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.