LÍSU samtökin eru aðilar að GI Norden sem er norrænn vettvangur landupplýsingasamtaka. Þau halda meðal annars reglulega vefnámskeið fyrir meðlimi sína.
Á heimasíðum GI Norden er að finna upplýsingar um ráðstefnur og viðburði sem eru framundan hjá þeim:
Geoforum Danmark Geoforum Norge
LÍSU samtökin hafa aðild að EUROGI sem eru evrópsk regnhlífarsamtök fyrir landupplýsingar.
Aðilar í þeim eru landssamtök um landupplýsingar og fagfélög á sviði landupplýsinga. Í EUROGI fer fram stefnumótunarvinna og samráð á sviði landupplýsinga. EUROGI samtökin starfa náið með ýmsum samtökum og stofnum á sviði landupplýsinga meðal annars Evrópusambandinu. Þar er forgangsraðað áherslum í þróun landupplýsinga sem varða almannahag og bent á nauðsynlegar aðgerðir sem grípa þarf til.
LÍSA
Samtök um landupplýsingar
Árleyni 22
112 Reykjavík
s: 6997918
lisa@landupplysingar.is