Hafðu samband
Hafðu samband

Erlent samstarf

LÍSU samtökin vinna í nánu samstarfi við bæði norrænu landupplýsingasamtökin GINorden og evrópsku regnhlífasamtökin EUROGI. LÍSA tekur þátt í norrænu og evrópsku samstarfi til þess að fylgjast með þróun og framvindu mála er snerta fyrirkomulag, notkun og aðgengi að landupplýsingum. Erlend samstarf hefur til þessa skilað miklu, í heimsóknum erlendra fyrirlesara hingað og kynningum á tilskipunum, stefnumörkunum og samræmingarverkefnum. LÍSU samtökin fá þannig ómetanlegar upplýsingar sem eru leiðbeinandi fyrir stefnumótunarvinnu á sviði landupplýsinga hér á landi og hafa verið hafðar að leiðarljósi fyrir starf samtakanna og einnig þjónað sem faglegur grunnur fyrir vinnunefndir og þeirra starf. Þá hafa erlendir samstarfsaðilar leitað eftir þátttöku samtakanna í miðlun upplýsinga um stöðu mála hér á landi á sviði landupplýsinga.

GI Norden

Norrænu landupplýsingasamtökin

LÍSU samtökin eru aðilar að  GI Norden sem er norrænn vettvangur landupplýsingasamtaka. Þau halda meðal annars reglulega vefnámskeið fyrir meðlimi sína. 

Á heimasíðum GI Norden er að finna upplýsingar um ráðstefnur og viðburði sem  eru framundan hjá þeim:

Geoforum Danmark                       Geoforum Norge

Geoforum Sverige                           ProGIS Finnland

LatGIS and ESTGIS eru með aukaaðild að GI Norden

EUROGI

– European Umbrella Organisation for Geographic Information

 

 

LÍSU samtökin hafa  aðild að EUROGI sem eru evrópsk regnhlífarsamtök fyrir landupplýsingar.

Aðilar í þeim eru landssamtök um landupplýsingar og fagfélög á sviði landupplýsinga. Í EUROGI fer fram stefnumótunarvinna og samráð á sviði landupplýsinga. EUROGI samtökin starfa náið með ýmsum samtökum og stofnum á sviði landupplýsinga meðal annars Evrópusambandinu.  Þar er forgangsraðað áherslum í þróun landupplýsinga sem varða almannahag og bent á nauðsynlegar aðgerðir sem grípa þarf til.

LÍSA

Samtök um landupplýsingar

Árleyni 22

112 Reykjavík

s: 6997918

lisa@landupplysingar.is

 

We are using cookies to give you the best experience. You can find out more about which cookies we are using or switch them off in privacy settings.
AcceptPrivacy Settings

  • Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.