Þetta þarftu að vita!
Verðmætin liggja í upplýsingunum
Þann 31. ágúst mun Félag um skjalastjórn halda ráðstefnu um þróun og stöðu upplýsinga.
Með vaxandi vitund um mikilvægi upplýsinga í viðskiptum og þjónustu er markviss stjórnun þeirra orðin lykilþáttur í starfsemi fyrirtækja og stofnana.
Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er stjórnkerfi upplýsinga (e. Information Governance), hvar við stöndum, hvert við getum stefnt og hvaða skref við getum tekið í okkar starfsemi.
Fyrirlesarar ráðstefnunnar búa yfir viðamikilli þekkingu og reynslu á sviði upplýsingastjórnunar og munu þau nálgast efnið á ólíkan og fróðlegan hátt.