Frá síðustu áramótum hefur átt sér stað stór kerfisbreyting í skráningu fasteigna, það er að segja land/lóðarhluta fasteignar og einnig í vinnubrögðum fagaðila sem koma að skráningu. Landfræðileg afmörkun og mæling hennar er orðið aðalatriði í skráningunni sjálfri, en fram að áramótum hafði skráning fasteignar og afmörkun hennar verið í mismunandi kerfum og gagnagrunnum. Afmörkun fasteigna er sýnileg í landeignaskrá Vefsjá landeigna- HMS
Áætluð eignamörk er ný þekja sem HMS mun birta í árslok. Áætluð eignamörk hafa ekki sama lagalegt gildi og „venjuleg“ landamerki. Stutt yfirferð á þessu verkefni og tilgangi þess.
Fyrirlesari: Katrín Hólm Hauksdóttir, teymisstjóri fasteignaskrár hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
LÍSA
Samtök um landupplýsingar
Árleyni 22
112 Reykjavík
s: 6997918
lisa@landupplysingar.is