Hafðu samband
Hafðu samband

Vinnureglur aðildar

Vinnureglur stjórnar LÍSU um aðildarform og aðildargjald

Lagt fyrir aðalfund 2024 til afgreiðslu

Flokkur A        Fulltrúar. Stofnanir, fyrirtæki, sveitarfélög og félagasamtök. Afsláttur á ráðstefnur, fundi og námskeið fyrir þrjá starfsmenn. Sérkjör fyrir kynningu á starfsemi fyrirtækis, stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka. Rétt til þess að eiga fleiri en einn fulltrúa og/eða almenna félaga í samtökunum. Ávallt skal fyrst skipa einn aðalfulltrúa og síðan viðbótarfulltrúa.

Flokkur V        Viðbótarfulltrúar.  Viðbótaraðild stofnana, fyrirtækja, sveitarfélaga og félagasamtaka. Afsláttur á ráðstefnur, fundi og námskeið fyrir þrjá starfsmenn.

Flokkur E        Almennir félagar, almenn aðild. Einstaklingar og einyrkjar. Afsláttur á ráðstefnur, fundi og námskeið fyrir félaga.

Skamm

stöfun

Tegund aðildar Gjald 2024
 
A Fulltrúar, Stofnanir, fyrirtæki og sveitarfélög og félagasamtök. 162.500
V Viðbótarfulltrúar. Stofnanir, fyrirtæki, sveitarfélög og félagasamtök.   81.300
E Almennir félagar. Einstaklingar og einyrkjar.   16.150

Hægt er að sækja um:

  1. 50 % afslátt til stofnana, fyrirtækja og sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins.*

*Miðað er við svæði vestan og norðan Haffjarðarár og Holtavörðuheiðar, svo og austan Markarfljóts, að meðtöldum Vestmannaeyjum.

  1. 50 % kynningarafslátt á aðild fyrsta árið.
  2. 50 % afslátt til almennra félaga (E), eins og t.d. eftirlaunþega, námsmanna, atvinnulausra eða öryrkja.
  3. Vinnuframlag almennra félaga (E) í nefndum eða öðru starfi samtakanna getur komið í staðinn fyrir aðildargjald.
  4. 50% afslátt til fyrirtækja með fjóra eða færri starfsmenn og félagasamtök.

Stjórn tekur umsóknir til afgreiðslu innan mánaðar.

Úr félagslögum

  1. grein

Aðild að samtökunum er með tvennu móti.  Annars vegar full aðild stofnana, fyrirtækja, sveitarfélaga og félagasamtaka, en hana hafa svo nefndir fulltrúar. Hins vegar almenn aðild sem einstaklingar hafa, nefnast þeir almennir félagar. Sami aðili með fulla aðild, getur átt marga fulltrúa og/eða almenna félaga í samtökunum. Ef um fleiri en einn fulltrúa er að ræða, er einn þeirra nefndur aðalfulltrúi en hinir viðbótarfulltrúar.  Fulltrúar og almennir félagar hafa full réttindi í samtökunum, þ.m.t. atkvæðisrétt á fundum og kjörgengi.  Fulltrúi má tilnefna varamann, sem kemur fram fyrir hönd fulltrúans í fjarveru hans og hefur sömu réttindi og skyldur.

LÍSA

Samtök um landupplýsingar

Árleyni 22

112 Reykjavík

s: 6997918

lisa@landupplysingar.is

 

We are using cookies to give you the best experience. You can find out more about which cookies we are using or switch them off in privacy settings.
AcceptPrivacy Settings

  • Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.