Mikil eftirspurn er eftir raforku í kerfum RARIK, en þessa eftirspurn má rekja til orkuskiptanna sem eru að eiga sér stað í Íslensku samfélagi. Þessi aukning í eftirspurn eftir raforku kallar á styrkingar í kerfum RARIK. Gera má ráð fyrir því að dreifikerfi RARIK þurfi að tvöfaldast í umfangi á næstu 25 árum til þess að geta staðið undir orkuskiptunum. RARIK leitar því til nýstárlegra lausna til þess að takast á við þessar nýju áskoranir. Ein af þessum lausnum er innleiðing á nýju afhendingargetukorti, slíkt kort gerir RARIK kleift að hafa góða yfirsýn yfir stöðu dreifikerfisins, þar sem hægt verður að sjá hversu mikið afl er til reiðu á tilteknum svæðum. Þessar upplýsingar eru gríðarlega gagnlegar fyrir RARIK, því með þessu getur RARIK enn fremur forgangsraðað framkvæmdum eftir styrk kerfis og eftirspurn eftir raforku.
Fyrirlesari: Andri Viðar Kristmannsson, RARIK
LÍSA
Samtök um landupplýsingar
Árleyni 22
112 Reykjavík
s: 6997918
lisa@landupplysingar.is