Aðalfundurinn okkar var haldinn 27. febrúar hjá Hafnarfjarðarbæ. Fundurinn var ágætlega sóttur og boðið var uppá streymi frá honum. Anne Steinbrenner og Ásgeir Sveinsson buðu sig ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu og þeim þakkað hjartanlega fyrir vel unnin störf. Í þeirra stað voru Tryggvi Már Sigurjónsson og Valdimar Ásbjörn Kjartansson kjörnir til stjórnarsetu. Ársreikningurinn var samþykktur og í lok fundar sköpuðust líflegar samræður um landupplýsingamál.
