Hin árlega Haustráðstefna LÍSU verður haldin þann 13. nóvember næstkomandi á Hótel Kríunesi við Elliðavatn. Þar munu saman koma landupplýsingafólk af öllu landinu og eiga saman dag fullan af fræðslu, gleði og spjalli. Aðilar frá Náttúrufræðistofnun, Veitum, RARIK, Ferðamálastofu, Betri samgöngum o.fl. munu halda erindi. Einnig verður Landupplýsingaspjall þar sem þátttakendur geta sett tóninn og umræðuefnið. Boðið verður uppá morgunhressingu, hádegisverðarhlaðborð, síðdegishressingu og kaffi.
Nánari dagskrá kemur síðar
Skráning er hafin!
Verð fyrir meðlimi LÍSU: 30.000
Verð fyrir aðra: 43.000
Verð fyrir nema: 10.000




