LÍSA hefur nýverið tekið þá ákvörðun að uppfæra lógóið sitt. Gamla lógóið var hannað af Baldri Grétarsyni og fékk hann fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um það sem haldin var á tíunda áratugnum. Í því notast hann við augamótív með Ísland sem augastein.
Nýtt lógó var hannað af Ólafi Jónssyni og eigum við honum þakkir skyldar. Ákveðið var að halda við augamótívið en litunum og línunum aðeins breytt og LÍSU letrið gert aðeins skýrara.