Hafðu samband
Hafðu samband

Ríkisstofnanir fá aðgang að Loftmyndum

Loftmyndir ehf og Landmælingar Íslands hafa undirritað tímamótasamning um aðgengi að loftmyndum Loftmynda ehf fyrir allar A-hluta ríkisstofnanir. Með samningnum er tekið stórt skref í átt að samræmdu aðgengi að grunngögnum en loftmyndir eru m.a. nýttar til kortlagningar, skipulagsgerðar og hönnunar. Samningurinn er gerður til eins árs.

Samningurinn mun veita ríkisstofnunum möguleika á að nýta loftmyndir á vefsíðum sínum sem og að vinna landupplýsingar ofan á þær og er ætlað að styrkja enn frekari uppbyggingu landupplýsinga á Íslandi.

Related Posts

LÍSA

Samtök um landupplýsingar

Árleyni 22

112 Reykjavík

s: 6997918

lisa@landupplysingar.is