Hvar er? er landsátak um afmörkun og skráningu örnefna. Markmið þess er að fá sem flesta til að staðsetja örnefni úr örnefnaskrám sem gerðar hafa verið aðgengilegar á vefnum Nafnið.is.
Örnefnagrunnur
Staðsett örnefni verða að lokum færð inn í örnefnagrunn Landmælinga Íslands sem er opinn öllum og aðgengilegur og nýtist til hvers kyns kortagerðar og nýsköpunar. Örnefnin eru sýnileg í kortasjá Landmælinga Íslands á kortasja.lmi.is