Hafðu samband
Hafðu samband

Nýr framkvæmdastjóri LÍSU

Stjórn LÍSU samtakanna vill þakka Þorbjörgu Kjartansdóttur, sem lætur nú af störfum eftir farsælan feril sem framkvæmdastjóri samtakanna í 27 ár. Samtökin LÍSA voru nýlega stofnuð þegar Þorbjörg hóf störf og hefur hún staðið vaktina af elju og krafti í heimi örra breytinga hvort sem það er hérlendis eða með systursamtökum LÍSU á Norðurlöndunum og í Evrópu. Við óskum Þorbjörgu velfarnaðar í komandi verkefnum.

Stjórn Lísu hefur ráðið Ólafíu E. Svansdóttur sem framkvæmdastjóra samtakanna og bjóðum við hana velkomna til starfa.

Þorbjörg ásamt norrænum kollegum í GI Norden

Related Posts

LÍSA

Samtök um landupplýsingar

Árleyni 22

112 Reykjavík

s: 6997918

lisa@landupplysingar.is