Ertu að vinna skemmtilegt verkefni?
Haustráðstefna LÍSU verður haldin þann 19. október næstkomandi á Hótel Reykjavík Natura (gamla Hótel Loftleiðir) frá 9 – 16. Ennþá er verið að setja dagskrána saman og óskar LÍSA eftir erindum. Ef þú eða einhver sem þú veist um hefur verið að vinna að áhugaverðu verkefni innan landupplýsingageirans þá viljum við gjarnan heyra um það. Sendið tölvupóst á lisa@landupplysingar.is.